Íslendingaferð í dýragarðinn

20090604 Í dýragarðinum - Inga hélt hún fengi þennan! ;o)Á miðvikudaginn skelltum við okkur í Íslendingaferð í dýragarðinn.  Við, Inga og Þórir mættum þangað ásamt Lindu, Agnesi, Rósu og börnum.  Við byrjuðum á því að skoða mörgæsagöngu sem er fastur liður á hverjum degi í dýragarðinum.  Þá ganga mismargar mörgæsir hring á milli gestanna þar sem starfsmennirnir hafa vökult auga með þeim.

Við röltum um garðinn, sáum ástralska Koalabirni, ljón, apa, sebrahesta og fjölmörg önnur dýr, spjölluðum og lékum okkur.  Þessi Íslendingahópur sem náð hefur saman hér í Edinborginni er alveg sérstaklega þéttur og vandaður hópur og gaman að gera hluti með honum.  Það varð því úr að við vorum með þeim síðustu að yfirgefa garðinn þegar við héldum braut.20090604 Í dýragarðinum Álfrún, Bjarnheiður, Margrét, Dagrún og Eyvindur 20090604 Í dýragarðinum - Mömmurnar og karlarnir þrír

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband