Á leið til Íslands í sumar

Við tókum þá ákvörðun á fimmtudaginn að skella okkur til Íslands í sumar í brúðkaupið hjá Valda og Eddu 4. júlí.  Við höfðum verið svolítið á báðum áttum hvort við ættum að láta slag standa peningalega en ákváðum að taka svolitið '2007' á þetta og skella okkur bara!  Það þýðir ekkert að missa af þessu!

Næstu vikur verða því ekki beint lognmollulegar.  Við flytjum því til Lancaster 15. júlí, verðum þar í 10 daga og tökum loks flug frá Manchester til Íslands að kvöldi föstudagsins 26. júní.  Brúðkaupið er laugardaginn 4. júlí og við fljúgum aftur heim til Lancaster seinnipartinn mánudaginn 6. júlí.  Þess má geta að Inga er á kafi í mastersritgerð með þessu öllu.  Jafnvel er verið að skoða þann möguleika að Þórir og Una, foreldrar Ingu, komi með okkur út þann 6. júlí og verði hjá okkur í einhvern tíma.

Það er því engin lognmolla á næstunni, svo mikið er víst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband