Hlaupabólan mætt í kotið...

....allavega virðist vera svo.  Í morgun þegar ég var að bursta tennurnar í Þóri Snæ tók ég eftir því að hann var "flekkóttur" í andlitinu.  Svo þegar ég skipti á honum og klæddi hann í fyrir daginn sá ég að "flekkirnir" eða útbrotin náðu niður á kvið.  Ég benti Sigga á útbrotin og hann var á sama máli og ég, að líklegast væri hlaupabólan mætt.  Svo sem fínn tími til að fá hana núna fyrir utan hvað það er gott að klára hana líkt og aðra algenga barnasjúkdóma.

Þórir var reyndar nokkuð hress framan af degi nema hvað matarlystin var óvenju lítil.  Um miðjan dag horfði ég hinsvegar á hvernig hitinn hækkaði og stúfurinn minn varð dasaðari.  Sem betur fer náði hann að sofna í góða stund, þegar hann vaknaði var hann í raun mun veikari en áður en hann sofnaði.  Glær í augunum af hita,  vildi bara vera í fanginu á mér og orðinn svolítið vælinn.  Sem betur fer hef ég fengið hann til að drekka vel af vatni og öðrum vökva í dag og borða eitthvað smáræði.

Fyrir nóttina fékk hann stíl sem vonandi mun slá á hitann og draga úr verkjum ef einhverjir eru.  Veiki stúfurinn minn var fljótur að sofna og ég vona að nóttin verði góð og að hann nái að sofa vel og þar með við foreldrarnir líka.  Eins gott að vera sjálfur í góðu formi þegar veikt barn er á heimilinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband