Fjórði ofursólardagurinn – Gengið á Arthur‘s Seat

20090601 Arthur's SeatLoksins loksins skelltum við okkur á fjallið Arthur‘s Seat sem er 270 metra hátt fell í miðri Edinborg.  Ferð á fjalli er búin að vera á döfinni í allan vetur en ekki orðið af því að við skunduðum á toppinn fyrr en nú.  Við lögðum í hann frá West Powburn með Þóri Snæ í bakpokanum.  Hann var ekki alveg sáttur í fyrstu þegar við settum hann í pokann en það lagaðist svo að segja strax.  Við gengum að suðurhlíðum fjallsins og gengum upp á öxlina en upp úr henni stendur síðan toppurinn.  Þórir seig nú svolítið í enda bakpokinn líklega um 20 kg með Þóri, farangri, bakpokanum sjálfum og öllu.

Þórir gekk síðan með okkur frá öxlinni, upp á topp þar sem við borðuðum nesti og aftur niður á öxlina.  Þetta er líklega 50-100 metra hækkun þannig að við vorum ansi ánægð með litla fjallagarpinn okkar.  20090601 Arthur's Seat - Litli fjallagarpurinn arkar á fjalliðÁ toppnum af afar fallegt veður, sól og blíða, og var þar slæðingur af fólki.  Þarna er fínt útsýni til allra átta þar sem tindurinn gnæfir yfir alla Edinborg.  Það var engu líkara en við höfum verið látin bíða með að fara þarna upp til þess að geta verið þarna á þessu fallega degi þar sem útsýnið var endalaust.

Þegar komið var niður á öxlina aftur var Þórir orðinn ansi þreyttur og vildi komast aftur í bakpokann.  Við skelltum honum því í pokann og gengum norður eftir fjallinu yfir að Holyrood Palace, fengum okkur ís þar og héldum svo áleiðis heim með stuttri viðkomu á Meadows leikvellinum en Þórir var orðinn alltaf þreyttur til að leika sér þar.  Við renndum því heim á leið eftir frábæran dag og 8,5 km göngu auk hækkunarinnar.20090601 Arthur's Seat - Inga og Þórir á toppnum!20090601 Arthur's Seat - Fjölskyldan á toppnum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband