Fyrsti dagurinn heima eftir páskaferðina

Þórir Snær var svo glaður í morgun að vera kominn heim.  Það að fá hafragraut, krakkalýsi og gera "stór og sterkur" fyrir og eftir lýsistöku gerði stúfinn alsælann.

Morguninn fór í að ég skilaði inn verkefni sem ég var að vinna yfir páskana, Siggi tók upp úr töskum og setti í vél og við gerðum matseðil fyrir vikuna. Um hádegisbilið pökkuðum við í kerruna því sem við þurftum yfir daginn og fórum í gönguferð.  Fjölskyldan var léttklædd þar sem veðrið lék við borgarbúa í dag, sól og hiti á milli 15°C og 20°C.  Við fórum víða að vanda og enduðum á leikvellinum á Meadows.

Mikið óskaplega er gott að eiga svona fjölskyldu daga Smile

Á morgun byrja ég á síðasta áfangalokaverkefninu sem ég á að skila 1. maí, þegar því er lokið á ég bara stóru ritgerðina eftir.  Mikið óskaplega líður tíminn hratt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband