Kíktum í Rosslyn kapelluna í dag

Fórum í bíltúr í dag.  Höfðum það á orði að það væri orðin tilbreyting að fara út að keyra.  Höfum ekki notað bílinn síðan síðasta mánudag að undanskilinni stuttri búðarferð húsmóðurinnar í gærkvöldi.  Renndum suður fyrir borgina í leit að Rosslyn kapellunni sem margir muna eftir úr lokaatriði Da Vinci Lykilsins, þeirrar góðu bíómyndar.

Það sem er flott við þessa kapellu er að hún er úr steini og allir veggir, loft, súlur og annað eru þaktir myndum sem höggnar hafa verið í steininn.  Mjög skemmtilegt.  Þá var ekki síður skemmtilegt að keyra í gegnum sveitirnar hérna suður af borginni.  Afar fallegt umhverfi, vegir ýmist í gegnum trjágöng eða með miklu útsýni, hlaðnir veggir, oft þröngir vegir sem hlykkjast í gegnum landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband