Göngutúr meðfram Union Canal

Fórum í síðustu viku í göngutúr meðfram Union Canal.  Union Canal er skipaskurður sem liggur frá Falkirk Wheel skipalyftunni sem við skoðuðum með Úlla og Hönnu og inn í miðja borg í Edinborg.  Hann er hluti af neti skipaskurða sem liggja meðal annars milli Edinborgar og Glasgow annars vegar og frá austurströnd Skotlands yfir á vesturströndina hins vegar.  Í gegnum tíðina hafa þeir mikið verið notaðir í alls kyns flutninga en í dag eru þeir mest notaðir til ýmiss konar afþreyingar.

Þennan sólríka dag þegar við gengum með skurðinum var fullt af krökkum að leika sér á bátum, sum á kappróðursæfingu og margt fólk á leiðinni úr og í vinnu sem valdi þessa leið úr miðbænum.  Skemmtilegur göngutúr sem endaði á því að verða 10 km langur.

20081008 Göngutúr meðfram Union Canal20081008 Göngutúr meðfram Union Canal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband