Stóri sexkantadagurinn - Þórir stóri strákur flytur frá pabba og mömmu

20090819 001 Feðgarnir hjálpast að.Miðvikudagurinn fór í það að sveifla sexköntum.  Ætlunin var að Þórir flytti út úr mömmu-og-pabba-herbergi um kvöldið.  Við feðgarnir settum saman leikfangaskáp úti í garði í sólinni og rétt náðum að klára hann áður en það fór að rigna. :)  Næst var það nýja rúmið hans Þóris.  Þórir hjálpaði pabba sínum að setja IKEA-stautana í götin og síðan var allt skrúfað saman.

Eftir að hafa endurraðað í herberginu varð úr þetta líka fína barnahergi.  Um kvöldmatarleytið ætluðum við í búðina en Þórir steinsofnaði í aftursætinu.  Við ákváðum að ísskápurinn myndi duga til morguns og renndum heim með kappann.  Hann rumskaði ekki þegar við bárum hann upp í nýja Þórisrúmið sitt í nýja Þórisherberginu sínu.  Fyrsta nóttin í nýja herberginu gekk eins og sögu.20090819 001 Þórir skoðar nýja rúmið sem er í vinnslu.20090819 005 Þórir lék á alls oddi í nýja herberginu sínu.

 

 

 

 

 

 

20090819 004 Þórir lék á alls oddi í nýja herberginu sínu.

20090819 003 Þórir prófar nýja rúmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband