Þjóðlegi sólarhringurinn

Inga hefur átt stórleik í dag!  Fyrir utan það að ná markmiði sínu og klára kafla í ritgerðinni þá hélt hún áfram með þjóðlega sólarhringinn í myndarskap.

Í matinn í gærkvöldi var semsagt grjónagrautur og kanilsykur eftir að Inga hafði fyrr um daginn sett í muffins milli efnisgreina í ritgerðinni.  Í morgun borðuðum við feðgarnir hafragraut og lýsi eins og við gerum flesta morgna, seinni partinn voru grautarlummur á boðstólnum með frumraun Ingu í rabbabarasultugerð en Inga lét slag standa og sauð sultu fyrr í dag.  Þjóðlega sólarhringnum lauk síðan með soðnum fiski og ísblómi í kvöldmatinn.

Þann tiltölulega stutta tíma í dag sem við vorum ekki borðandi tókum við því rólega heima eftir göngudag gærdagsins hjá okkur feðgum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl litla fjölskylda.

Var að lesa bloggið ykkar gaman að fá svona góða ferðasögur af þeim feðgum og myndarskap húsmóðurinnar. Það væri gott ef þið væruð dugleg að setja inn smá lýsingar af lífi ykkar þarna úti. Það er svo gott fyrir ömmur og afa að fá að fylgjast með. Kveðja amma á Akureyri 

Una Sigurliðadóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband