Hvað hefur fjölskyldan verið að bardúsa? Jú...

... það er nú eitt og annað sem við höfum verið að gera undanfarna daga.  Sem betur fer annars værí lítið gaman af þessu Smile

Þann 12. febrúar bauð eiginmaðurinn okkur út að borða (í tilefni af Valentínusardeginum) á, (að ég held) fínasta og samkvæmt sögum, einn dýrasta veitingastað í Edinborg.  The Witchery, frábær staður og virkilega góð þjónusta.  Þetta er jú mjög fínn staður en verðið er samt alveg fyrir "venjulegt" fólk, aðalréttirnir eru frá 14.95 pund og reyndar upp í 50 pund (það var sjávarréttarplatti með heilum humar) en lang algengast var að sjá verð í kringum 23 pund.  Snilldin er samt að nú árið 2009 er boðið upp á 30 ára afmælisseðil sem er 3 rétta máltíð á 30 pund fyrir manninn, svo bætast drykkir við það.

Ástæðan fyrir því að við fórum út að borða 12. febrúar í stað 14. febrúar sem er Valentínusardagurinn er sú að Kristófer kom til okkar föstudaginn 13. feb. svo þann 14. áttum við fjögur  huggulegt fjölskyldukvöld saman Smile.  Þessi tími saman er búinn að vera ósköp góður og rólegheitin alveg þau sömu og venjulega, samt er alltaf nóg að gera.  Við erum búin að ganga um allt, skoða margt og mikið. Þeir feðgar, Siggi og Kristófer, fóru í Our Dynamic Earth í gær og skemmtu sér hið besta. Í dag fóru þeir allir þrír í dýragarðinn á meðan ég var í skólanum.  Á morgun er stefnan að fara í Edinborgarkastala og skoða hann og útsýnið frá honum.  Um kvöldið á að fara á PizzaHut að ósk Kristófers og svo huggókvöld með bíómynd.

Á föstudagsmorguninn fljúga Siggi og Kristófer til Billund. Kristófer fer heim til Álaborgar en Siggi hoppar aftur upp í vélina og flýgur til Edinborgar á ný.  Dagmar vinkona okkar frá Aberdeen ætlar að koma og vera hjá okkur óg klippa fólk og lita hár (eins og var hjá okkur í byrjun des.).  Við búumst því við gleði og fjöri hér á "Saloon West Powburn" um helgina Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband