Skemmtileg matarhelgi

Þessi helgi hefur verið með líflegra móti hvað mat snertir nú um helgina, þó oft sé fjör í þeim efnum.

Ég tók mig til og útbjó Sushi í fyrsta skipti í gær, vá hvað þetta var fínt og gott hjá mér Smile mikið betra en ég þorði að vona svona með fyrsta skipti.  Stefnan var að borða herlegheitin eftir að Þórir Snær væri sofnaður.  Það fór ekki svo, sá stutti lék á alls oddi svo það endaði með að Stubbarnir voru settir í DVD spilarann og foreldrarnir boðuðu sushi og skáluðum í bjór (sem passar svaka vel með).

Matargleðin hélt áfram í dag því við buðum vinum okkar þeim Bjarna, Lindu ásamt börnum í "brunch."  Þetta var mjög skemmtilegt enda alltaf gaman að njóta góðs matar í góðum félagskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þurfum við greinilega að kíkja í heimsókn og fá sushi.  Er ekki pláss fyrir okkur öll á stofugólfinu.  :)

Sigrún Heiðarsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:08

2 identicon

Jú ekkert mál, nóg pláss fyrir ykkur.  Tvö herbergi full af svefnsófum.  Við getum hýst fjölda fólks án nokkurra vandræða. 

Látið bara vita og frú Inga kaupir noriblöð í massavís!

Inga & Siggi (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband