Snjór í Edinborginni

Við feðgarnir skelltum okkur út að labba í gær á meðan Inga var í skólanum.  Það rigndi töluvert þegar við lögðum af stað en nokkrum mínútum síðar fór að snjóa.  Þarna var komin alvöru hundslappadrífa, stór snjókorn sem meira að segja náðu að halda lífi svolítið eftir að þau lentu á jörðinni.  Það snjóaði líklega í hálftíma eða svo.  Tveimur tímum síðar var hins vegar ekki mjög mikið eftir en það var gaman meðan á því stóð.  Þórir steinsvaf í kerrunni.

Tókum hring í bænum og komum síðan við á leikvellinum við Meadows á leiðinni heim.  Þar var ekki nokkur maður enda völlurinn meira og minna á floti af rigningunni sem hafði verið allan daginn, nema þar sem var ennþá snjór.  Við létum það ekki á okkur fá og Þórir lék á alls oddi í rennblautum gallanum sem heldur betur fékk eldskírnina og stóðs hana með glans.

 20090119 - Fyrir framan West Powburn20090119 - Fyrir framan West Powburn 

 

 

 

 

 

 

 

 Fyrir utan West Powburn

 

 

Fjör á leikvellinum við Meadows.  Endalaust brölt og aldrei gefist upp.

Í rennibraut við Meadows.  Rennibrautirnar eru uppáhaldið.

 

Einnig má geta þess að það eru komnar nýjar myndir á Barnalandssíðuna.  Hikið ekki við að hafa samband við biðja um leyniorðið ef þið hafið það ekki nú þegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að sjá video, takk fyrir mig. Vorkenni aumingja Þóri þó að þurfa vera svona mikið klæddur og eiga erfitt með að hreifa sig, en það gerir myndböndin bara fyndnari fyrir okkur hin ;)

Rósa Rut (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Já, hann var nú kannski í það mesta klæddur innanundir þarna á mánudaginn.  Nú fer að hlýna þannig að það fer nú svolítið að draga úr því.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.1.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband