Ævintýri Ingu, Þóris og kerrunar góðu

Já við mægin lentum í smá uppákomu í miðbænum áðan.  Við semsagt keyrðum afturhjólin af kerrunni hans Þóris Snæs af kerrunni. Annað hjólið eiginlega hrökk af og þar með var hitt laust, ég reyndi að festa það en þar sem Þórir var í kerrunni, við stödd í brekku og í myrkri þá var það ekki vænlegt til árangurs. Siggi var heima en gat ekki náð í okkur þar sem við vorum með bíllykilinn því hann þurfum við til að ná í kerruna.  Við tókum því leigubíl heim, Þórir var alls ekki hrifinn af því og hálf vældi alla leið heim.

Við vitum ekki hvort kerran er brotin og ónýt eða hvort við getum smellt hjólunum saman aftur þannig að hægt sé að nota kerruna kemur í ljós á morgun þegar birtir. Við vonum það besta því þetta er algjör ofurkerra Smile okkur reiknast til að hún sé búin að rúlla einhverja 2000 km á þessum tæpu 18 mánuðum sem við höfum átt hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvad ad fretta af kerrunni ?

Rosa (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:40

2 identicon

Já nú eru komnar fréttir af kerrunni góðu.

Við nánari skoðun, í dagsbirtu, kom í ljós að "split" sem hélt öðru afturdekkinu föstu var brotið.  Í morgun fór Siggi með bílinn okkar í skoðun og smur, tók kerruna með og fékk "split" eins og það sem var brotið.  Svo nú á ný eru okkur allir vegir færir  

Inga Jóna (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband