Þorláksmessukvöld í West Powburn

Nú er Þorláksmessukvöld og við hjónin sitjum við borðstofuborðið í, sitt í hvorri tölvunni og hlustum á jólakveðjurnar á RÚV Smile og til að hámarka hugguleg heitin þá er komin hangikjötslykt... já það eru að koma jól.  Það sem eftir er af kvöldi fer í að pakka inn síðustu gjöfum og senda tölvupósts jólakort. 

Morgundagurinn verður spennandi og skemmtilegur, ég (Inga) að elda jólamat í fyrsta skipti. Matseðillinn er eftirfarandi

Forréttur: Rækjukokteill með hunangsmelónu, camenbert, paprikum o.fl. sem mér dettur í hug

Aðalréttur: Kalkúnn með góðu meðlæti

Eftirréttur: Toblerone-súkkulaðimús

Anna nágranni okkar verður með okkur annaðkvöld og við erum svo heppin að hún kemur með kartöflur, grænmeti og heimagerðan ís Smile

Gleðileg jól kæra fjölskylda og vinir við vonum að þið komið til með að njóta jólanna á sama hátt og við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól til ykkar og hafið það sem allra best öll fjögur

 Jólakossar

Rósa Rut (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband