Fyrsta ritgerðin búin

Já það kom að því að ég þyrfti að skrifa ritgerð í þessu mastersnámi mínu Smile  þetta ritgerðarverkefni verður samt ekki metið til einkunnar og sett inn á ferilinn minn.  Þetta er einskonar æfingar ritgerð.  Stutt, ekki nema 1500orð, um efni sem við fengum að velja sjálf og markmiðið með henni er að sjá vinnubrögðin hjá okkur og leiðbeina okkur með það sem betur má fara áður en kemur að ALVÖRU ritgerðunum.  Sem ég á að skila 5. des, 15. des og 12. jan.

Allavega ég er búin að skila fyrstu ritgerðinni inn og það er mjög góð tilfinning Smile lét það svo eftir mér að hanga við sjónvarpið í kvöld eftir að Þórir Snær var sofnaður.  Siggi situr lokaður inni í herbergi og lærir og lærir fyrir GMAT prófið sem hann fer í á mánudaginn.  Planið er því að hann fái helgina til að læra og að ég verði með Þóri Snæ.  Sem er æði fyrir mig, ég er næstum komin með fráhverfseinkenni vegna þess hvað ég er lítið með honum miðað við síðasta vetur.

Þetta verður frábær helgi þó svo veðurspáin sé leiðinleg...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafið það gott mæðgin um helgina. Sakna ykkar

kossar

Rósa Rut (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband