Á fullu við lærdóminn

Nú sitjum við bæði hjúin við stofuborðið og lærum.  Inga er að vinna ritgerð fyrir skólann um fjölgreind, sem var efni sem hún valdi sjálf.  Um er að ræða stutta ritgerð sem þau eiga að skila á föstudaginn og fara leiðbeinendurnir yfir þær og sjá hvað þarf að lagfæra áður en þau hella sér út í stærri verkefni.

Ég er að undirbúa mig fyrir GMAT próf næsta mánudag, 27. október.  Um er að ræða samræmt undirbúningspróf fyrir framhaldsháskólanám í viðskiptafræði, MBA (Master of Business Administration).  Einkunnirnar úr GMAT prófinu eru hluti þess sem þarf að fylgja með umsóknum í framhaldsnám í viðskiptafræði næsta haust.  Ég þarf að fara að sækja um skóla fyrir haustið 2009 núna á næstu mánuðum.

Prófað er í stærðfræði og enskri málnotkun og ritgerðarsmíð.  Prófið eru 3-4 tímar að lengd og er mikil tímapressa.  Ég fór í svona próf heima í fyrra og var ekki nægilega ánægður með niðurstöðuna.  Hún var svosem allt í lagi en mér fannst að hún hefði getað verið betri.  Ég ætla því að láta vaða aftur. (SÚ)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband