Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Skemmtileg matarhelgi

Þessi helgi hefur verið með líflegra móti hvað mat snertir nú um helgina, þó oft sé fjör í þeim efnum.

Ég tók mig til og útbjó Sushi í fyrsta skipti í gær, vá hvað þetta var fínt og gott hjá mér Smile mikið betra en ég þorði að vona svona með fyrsta skipti.  Stefnan var að borða herlegheitin eftir að Þórir Snær væri sofnaður.  Það fór ekki svo, sá stutti lék á alls oddi svo það endaði með að Stubbarnir voru settir í DVD spilarann og foreldrarnir boðuðu sushi og skáluðum í bjór (sem passar svaka vel með).

Matargleðin hélt áfram í dag því við buðum vinum okkar þeim Bjarna, Lindu ásamt börnum í "brunch."  Þetta var mjög skemmtilegt enda alltaf gaman að njóta góðs matar í góðum félagskap.


Lífið og tilveran

Já ætli það sé ekki komin tími til að blogga.  Það er til lítils að vera með heimavinnandi eiginmann ef hann getur ekki bloggað annað slagið... hvað ætli líði langur tími þar til hann rekur augun í þetta :-)

En síðan á bóndadaginn þá hefur svosem ýmislegt gerst.  Nú Siggi skilaði sér heim frá Sviss, sem var ánægjulegt.  Ég er búin að fá allar einkunnir fyrir haustönnina og náði öllu Smile sem er alltaf mjög gleðilegt. Ég reyndar bjóst alveg við að ná öllu en það getur allt gerst.  Í framhaldi af þessu þá er ég byrjuð í þremur nýjum fögum sem eru mjög spennandi jafnframt sem ég er ánægðari með kennsluaðferðirnar núna.  Mínir dagar eru því þannig að ég vakna, fer í ræktina eða er heima með feðgunum fram að skóla, kem heim seinnipartinn, elda og læri fyrir næsta dag.  Sú "regla" hefur komið upp að ég er með Þóri Snæ á föstudögum og þá er Siggi að vinna í tölvunni.  Frábært fyrir mig að fá þennan tíma til að snúllast með stráknum mínum Smile

 Annars er gaman að segja frá því að það var "spurt eftir" Sigga tvisvar í síðustu viku.  Í fyrra skiptið var það maður sem býr á hæðinni hér fyrir neðan sem spurði Sigga hvort hann væri til í að kíkja á pub við tækifæri (mér skilst að þeir ætli á miðvikudagskvöldið) og í seinna skiptið voru það íslensku strákarnir sem voru á leið á pub og í bíó.  Svo það er aldeilis að eiginmaðurinn er vinsæll Wink  allavega vinsælli en ég, það er ekki spurt eftir mér og ég held að skólafélögunum finnist ég bara vera "mamma" sem fer ekki út að tjútta í tíma og ótíma.  En ég er þá líka bara hérna heima í rólegheitum og er alveg að fíla það (úff hvað maður er eitthvað miðaldra Wink).

Stóru fréttirnar eru þær að við fjölskyldan erum búin að kaupa okkur flugmiða til Íslands um páskana.  Bæði til að hitta allt fólkið okkar og til að mæta við skírn litlu frænku Ásu og Rúnarsdóttur.  Við komum til landsins rétt fyrir miðnætti þann 5. apríl og förum út aftur snemma morguns 17. apríl, verðum þá helgi í London að spóka okkur og tökum lest til Edinborgar á sunnudeginum 19. apríl.

 

 


Bóndadagurinn og helgin

Þar sem Siggi fór á kvenn-skáta-fund í Sviss síðastliðinn fimmtudag erum við Þórir Snær búin að vera tvö í kotinu og hafa það notalegt saman. 

Á fimmtudaginn fórum við mæðgin í bæinn í þeim erindagjörðum að finna eitthvað fallegt fyrir litlu frænku okkar sem fæddist þá um morguninn.  Að sjálfsögðu tókst það enda snillingar saman á ferð Smile einnig til að dekra svolítið við okkur sjálf þá fórum í "lunch" á stað niðri í bæ og fengum okkur smá gott í gogginn.  Um kvöldið komst Þórir Snær að því að hann getur klifrað upp úr rúminu sínu... já hann er svo duglegur... allaveg það varð til þess að á háttatíma varð Frú Inga að endurskipuleggja og raða í svefnherberginu til að forða syninum frá ljótri byltu.  Ég held að það hafi tekist, allavega engin slys orðið enn.

Föstudagurinn/Bóndadagurinn var kaldur með rigningaskúrum, því ákvað Frú Inga að fara í góðan bíltúr um borgina og Þórir svaf vært í aftursætinu á meðan.  Um kvöldið eldaði ég góðan mat fyrir okkur.  Restin af deginum fór í að knúsast, leika sér og lesa bækurnar hans Þórirs Snæs.

 Laugardagurinn var bjartur en ögn kaldur.  Við, Anna og Hildur nágrannar okkar vorum hinsvegar búin að ákveða að skella okkur í bíltúr útfyrir borgina.  Við keyrðum í kringum fjarðarbotninn hér innan við Edinborg.  Renndum í gegnum lítil þorp og sáum staði sem gaman væri að skoða þegar vorar og hlýnar.  Við komumst til dæmis að því hvaðan Harry Potter lestin fer í ferðir og á þeim sama stað er hægt að fara í ferð með "Thomas & Friends," það er lítil blá eimreið og Þórir Snær á einmitt svoleiðis lest sem hann spyrnir sér áfram á.  Við komum líka við í óskaplega krúttlegu Þorpi sem heitir Cullross.  Um kvöldið komu Anna og Hildur yfir yil okkar í spjall og að skála með mér fyrir 6 mánaða brúðkaupsafmælinu okkar Sigga.  Þess má einnig geta að Þórir Snær varð 18 mánaða.  Stóri strákurinn minn Smile.  Fyrir svefninn vann ég smá verkefni fyrir skólann, gott að finna tíma til að klára það.

Sunnudagurinn virðist ætla að vera rólegur. Við vöknuðum um 8:30 en fórum ekki á fætur fyrr en um 9:00, lágum uppí rúmi og lásum Bóbó bangsi í sveitinni og aðrar góðar bækur.  Ég er svo búin að vera þrífa og þvo og Þórir Snær að leika sér og horfa á Stubbana Smile.  Eftir hádegissnarl var farið út í gönguferð og dagurinn leið í rólegheitunum.Eftir því sem við best vitum kemur Siggi heim seint í kvöld.

Á morgun hefst ný og spennandi vika Smile


Til hamingju með litlu dótturina Ása og Rúnar

Ása systir mín og Rúnar maðurinn hennar eignuðust litla stelpu í gærmorgun, 22. janúar.  14 merkur og 54 cm.

Falleg lítil stelpa sem ég get ekki beðið með að kyssa, knúsa og kynnast Smile


Snjór í Edinborginni

Við feðgarnir skelltum okkur út að labba í gær á meðan Inga var í skólanum.  Það rigndi töluvert þegar við lögðum af stað en nokkrum mínútum síðar fór að snjóa.  Þarna var komin alvöru hundslappadrífa, stór snjókorn sem meira að segja náðu að halda lífi svolítið eftir að þau lentu á jörðinni.  Það snjóaði líklega í hálftíma eða svo.  Tveimur tímum síðar var hins vegar ekki mjög mikið eftir en það var gaman meðan á því stóð.  Þórir steinsvaf í kerrunni.

Tókum hring í bænum og komum síðan við á leikvellinum við Meadows á leiðinni heim.  Þar var ekki nokkur maður enda völlurinn meira og minna á floti af rigningunni sem hafði verið allan daginn, nema þar sem var ennþá snjór.  Við létum það ekki á okkur fá og Þórir lék á alls oddi í rennblautum gallanum sem heldur betur fékk eldskírnina og stóðs hana með glans.

 20090119 - Fyrir framan West Powburn20090119 - Fyrir framan West Powburn 

 

 

 

 

 

 

 

 Fyrir utan West Powburn

 

 

Fjör á leikvellinum við Meadows.  Endalaust brölt og aldrei gefist upp.

Í rennibraut við Meadows.  Rennibrautirnar eru uppáhaldið.

 

Einnig má geta þess að það eru komnar nýjar myndir á Barnalandssíðuna.  Hikið ekki við að hafa samband við biðja um leyniorðið ef þið hafið það ekki nú þegar.


Nú er eitthvað að gerast...

Þórir Snær hefur alltaf haft góða matarlyst.  Borðar fjölbreyttan mat og er alls enginn gikkur.  Þetta vitum við foreldrarnir og höfum vitað frá því barnið fór að borða fasta fæði, jú og svo sem lengur.  Því hann kom svangur í heiminn og drakk á ca. 2 tíma fresti allan sólarhringinn fyrstu 6 vikurnar.

Nú er eitthvað að gerast því drengurinn borðar á við fullorðna manneskju oft á tíðum Smile. Í kvöldmatinn í kvöld vorum við með soðna ýsu, soðnar kartöflur og smjör.  Matur sem okkur finnst öllum mjög góður. Nema hvað Þórir Snær hélt áfram að borða þar til allt var búið, foreldrarnir báðir orðnir saddir en hann átti nóg eftir því í eftirmat reif hann í sig epli Smile.  Hann er greinilega að taka vaxtarkipp því okkur finnst við geta horft á hann lengjast.

Í framhaldi af því hve mikið Þórir Snær borðaði þá hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar og bjuggumst við að Þórir myndi lognast útaf vegna seddu.  Aldeilis ekki.  Nú er hann í góðum gír að hjálpa pabba sínum að taka niður jólaskrautið.  Eftir matinn er hann líka búin að syngja heilmikið og halda ræður.

Vonandi sofnar hann nú samt áður en langt um líður.

Til gamans má geta að Þórir Snær er nú 13 kg og 480gr og er 86cm langur. Síðast þegar hann var mældur, þann 15. júlí 2008, þá var hann 11 kg og 960gr og 79 cm langur.  Annars er hægt að sjá allar tölur yfir lengd og þyngd sonarins inn á barnalandssíðunni hans, undir linknum "Dagbókin mín" sem er á forsðíðunni.

 


Ævintýri Ingu, Þóris og kerrunar góðu

Já við mægin lentum í smá uppákomu í miðbænum áðan.  Við semsagt keyrðum afturhjólin af kerrunni hans Þóris Snæs af kerrunni. Annað hjólið eiginlega hrökk af og þar með var hitt laust, ég reyndi að festa það en þar sem Þórir var í kerrunni, við stödd í brekku og í myrkri þá var það ekki vænlegt til árangurs. Siggi var heima en gat ekki náð í okkur þar sem við vorum með bíllykilinn því hann þurfum við til að ná í kerruna.  Við tókum því leigubíl heim, Þórir var alls ekki hrifinn af því og hálf vældi alla leið heim.

Við vitum ekki hvort kerran er brotin og ónýt eða hvort við getum smellt hjólunum saman aftur þannig að hægt sé að nota kerruna kemur í ljós á morgun þegar birtir. Við vonum það besta því þetta er algjör ofurkerra Smile okkur reiknast til að hún sé búin að rúlla einhverja 2000 km á þessum tæpu 18 mánuðum sem við höfum átt hana.


Gleðilegt ár Rósa og Marwan

Þar sem klukkan hjá Rósu og Marwan er klukkutíma á undan okkur er árið 2009 komið hjá þeim.

Gleðilegt ár Rósa og Marwan og til hamingju með afmælið Rósa!


Skaup og rólegheit á West Powburn

Magnað þetta net!  Vorum að horfa á skaupið hérna í rólegheitunum við West Powburn.  Það er brjálað partý niðri í bæ en við ákváðum að vera ráðsett enda partýið varla staður eða stund fyrir eins árs þótt sprækir séu.  Munum þó horfa á flugeldasýninguna úr miðbænum í beinni útsendingu.  Flugeldarnir þetta árið verða því í boði BBC One Scotland og borgarstjórnar Edinborgar.

Skaupið var annars óvenjugott að okkur fannst og skemmtilegt hvað hægt var að taka létt en samt þétt á kreppunni og öllu ástandinu í samfélaginu.  Ísbjörninn var líka góður.

Annars hefur árið verið fínt hjá okkur með brúðkaupi og flutningum milli landa.  Edinborg hefur leikið okkur sérstaklega vel og það verður spennandi að sjá hvað árið 2009 ber í skauti sér.  Að öllum líkindum verðum við í annarri heimsálfu að ári horfandi á skaupið um hálf fimmleytið að degi til að staðartíma.  Skemmtilegt!

 

Skaupið virðist hins vegar ekki vera séríslenskt fyrirbrigði.  Í þessum töluðu orðum erum við að horfa á skoskt áramótaskaup þar sem gert er grín að bönkunum og fjármálakrísunni eins og víðar.


Prins Póló

Er að borða Prins póló sem Inga keypti í pólsku búðinni niðri í bæ.  Spáið í það!!!

Það eiga sko ekki allir konur sem koma heim með Prins póló í útlöndum.  Algjör snilld!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband