Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Íslandsferð fjölskyldunnar
30.7.2009 | 22:14
Föstudagurinn 26. júní og það var komið að Íslandsferðinni okkar. Um miðjan dag var farangurinn kominn í bílinn og við lögðum að stað til Manchester í föstudagsseinnipartsumferðinni... ÚFF við þurftum að einbeita okkur heilmikið. Ég á kortinu og Siggi undir stýri, allt fór vel og við mætt tímanlega á flugvöllinn til að finna bílastæði. Við tók hið venjubundna flugvallarflakk, finna rétt innritunarborð, örggisleit, fríhöfn og síðast en ekki síst töluverð bið. Þórir Snær var í góðu skapi að venju, foreldrarnir héldu fast í vonina um að sá stutti myndi sofna fljótlega eftir að við færum í loftið og svæfi vært til Íslands (þar sem um kvöldflug var að ræða). En aldeilis ekki, Þórir vakti nær alla leið og brölti í 1800 hringi í það minnsta. Líf og fjör þegar um er að ræða yfirbókað flug. Hann sofnaði þó 10 mínútur í lendingu á Íslandi. Tengdó, Hanna og Úlli, voru svo yndisleg að ná í okkur á völlinn og við héldum heim á Skúlagötuna. Þar sem nota bene beið mín já og hinna alvöru gamaldags hangikjötssalat brauðterta a la Birna. Takk Birna, hún var æði!!
Dagarnir í borginni voru rólegir og góðir. Helst ber að nefna brúðkaup Valda og Eddu þann 4. júlí, athöfnin í Lágafellskirkju og veislan í Veisluturninum í Smáranum. Takk fyrir okkur.
Ása, Rúnar og Urður Eva komu að hitta okkur strax á laugardeginum, mikið er maður nú ríkur að eiga systur sem er líka besta vinkona manns. Já og þú kemur sterk til leiks í þeim efnum Urður Eva. Við komum börnunum fyrir í kerrum og héldum í gönguferð um miðbæinn. Eins hittum við Heklu okkar og fórum líka með henni í göngufúr. Það er orðinn siður að halda fjölskyldug Raclette-veislu þegar við komum til landsins. Mikið er það góður siður. Eins fórum við í heimsókn til Steina, Herdísar og dætra í Grafarvoginn og hittum Mató í Laugardalnum. Það er í raun merkilegt hvað okkur tókst að gera margt án þess að vera nokkurn tíman að flýta okkur, en þannig er það í raun alltaf hjá okkur hjónunum.
Mamma og pabbi (Una og Þórir) mættu á höfðuborgarsvæðið, tilbúin í barnapössun og ekki síður til þess að koma með okkur aftur til Lancaster. Eins kom Kristófer til landsins og kom einnig með okkur út til Lancaster. Eins gott að vera með aukasæti í skottinu á bílnum, enda var þéttpakkað af bæði farangri og farþegum af flugvellinum í Manchester til Lancaster.
Góð ferð var á enda og ný ævintýri bíða okkar.
Vinir og fjölskylda | Breytt 31.7.2009 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18. júní - flutt frá Edinborg til Lancaster
29.7.2009 | 21:03
17. júní í Edinborg
29.7.2009 | 21:01