Síðustu dagar og fréttir af fjölskyldunni í Lancaster

Líkt og hjá ykkur flestum hefur desember mánuður liðið óskaplega hratt hér hjá okkur í fjölskyldunni að Rutland Avenue.  Siggi stóð í ströngu ásamt verkefnavinnuhópum framan af mánuðinum en hann skila tveimur stórum verkefnum 8. og 10. desember enn þann dag kláruðust líka fyrirlestar haustannarinnar.  Inga og Þórir Snær hafa verið dugleg að baka smákökur, skreyta heimilið og kaupa jólagjafir og undirbúa jólin.    Þann 10. desember buðu Þórir og Inga vinum okkar sem búa á Rutland Avenue 49 í piparkökuskreytingarpartý, úr varð hið skemmtilegasta boð þar sem Þórir Snær og Alice sem verður 3 ára nú í janúar fóru á kostum í listrænum tilþrifum auk þess sem þau léku sér saman og skemmtu sér vel.  Ég er alveg viss um að hvar svo sem fjölskyldan verður niðurkomin á aðventu á komandi árum að þá munum við halda svona piparkökuskreytingarboð aftur.

Siggi hefur útbúið sér vinnuplan til að fylgja yfir jól, áramót og fram í janúar þar sem hann þarf að skila 4 einstaklingsverkefnum og taka eitt próf í janúar auk þess sem von er á litlu stelpunni okkar í heiminn.  Eins gott að hann er duglegur að læra til að ná að klára allt sem þarf á réttum tíma.  Inga stefnir því á að halda þeirri stuttu í bumbunni þar til allavega 18.janúar en þá á hann að skila síðasta verkefninu.  Hanna og Úlli (foreldrar Sigga) stefna svo á að koma til okkar í janúar og vera hjá okkur þegar kemur að fæðingunni og sjá um Þóri Snæ, óskaplega góðar fréttir þar sem þar með er síðasti kubburinn kominn í "púslið" og allt klárt fyrir komu þeirrar stuttu.  Annars vorum við hjá ljósmóðurinni okkar síðasta fimmtudag og þá komst hún að því að líklega er dóttirin sitjandi í bumbunni en ekki komin með höfuðið niður (eins og hún "ætti að vera"), af þeim sökum eigum við tíma hjá ljósmóðurinni næsta fimmtudag, Aðfangadag, þar sem athugað er hvort hún hefur snúið sér eða hvort frekari rannsókna og vending er þörf.  Ef raunin er sú að hún verður enn sitjandi í næstu viku þarf að snúa henni eða ákveðja dag fyrir keisaraskurð þar sem ekki er tekið á mótið börnum sem eru í sitjandi stöðu.  Greinilegt að sú stutta ætlar að láta hafa svolítið fyrir sér.

 Á fimmtudagskvöldið var, 17. des. héldum við matarboð fyrir annan verkefnavinnuhóp Sigga.  Skemmtilegt alþjóðlegt kvöld þar sem við frá Íslandi, ein frá Indlandi, Einn frá Rússlandi og tvö frá Nígeríu borðuðum mexikanska súpu og franska súkkulaðitertu.  Einstaklega skemmtilegt kvöld þar sem allir nutu vel bæði matar og samvistar við góða félaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband