Frúin hefur átt betri daga en í dag...
3.12.2009 | 12:16
...sem er svolítið fúlt þar sem ég svaf vel í nótt og vaknaði úthvíld. Hinsvegar er líðanin þessa stundina alveg afleit, mér líður svolítið eins og ég sé að verða veik (einhver myndi þá líklega segja að ég væri orðin það). Þoka og þungi í höfðinu, uppköst og almennt þróttleysi, úff.... og ekki beint tíminn til þess að verða veik, ekki það að það er í raun aldrei tími til þess að verða veik. Núna er rétt rúmur 1.5 mánður í settan fæðingardag janúardömunnar okkar, nóg að gera á heimilinu og Siggi á kafi í verkefnavinnu með tveimur vinnuhópum. Þegar hópverkefnunum lýkur taka við einstaklingsverkefni og eitt próf. Síðasta verkefninu á að skila 18.janúar svo vonandi verður sú stutta til friðs fram að því svo Siggi nái að einbeita sér að náminu og skila öllu á réttum tíma.
Skipulagi dagsins í dag hefur verið breytt úr þrifum og bakstri yfir í rólegheit og kúr við sjónvarpið, greyið Þórir Snær verður að þola það að mamman verði ekki sú hressasta í dag. Hann er samt svo yndislegur og rólegur að ég hef ekki stórar áhyggjur af honum, alveg bestur í heimi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Inga mín, hvað er að heyra, þið ættuð að vera saman þú og Urður litla hún er með kvef og hita. Ég veit að Þórir litli er sá besti. Heyri í þér í kvöld. Kossar mamma
Una Sigurliðadóttir (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.