Stóri áfanginn síðasta fimmtudag

Það kom að stóru stundinni síðasta fimmtudag þann 26. nóvember klukkan 15:00.  Ég útskrifaðist með MSc gráður (master) í Management of Training and Development sem gæti útlagst sem Master í stjórnun starfsþjálfunar á íslensku frá Edinborgar háskóla.

Útskriftardagurinn var ljómandi, við Þórir byrjuðum á því að skella okkur í klippingu um morguninn.  Því næst var að gera sig klára fyrir athöfnina, feðgarnir skutluðu mér á staðinn og fóru svo í smá bíltúr svo Þórir Snær næði að sofna smá (þar með yrði hann hressari um kvöldið).  Athöfnin var skemmtileg og gekk hratt og vel. Á meðan var Þórir í pössun hjá Lindu og Bjarna vinum okkar, þeim sem við gistum hjá.  Þar var heldur betur líf og fjör að venju, Þórir Snær alsæll að vera með krökkunum.  Um kvöldið fórum við út að borða á veitingastaðinn Gusto með Önnu sem var nágranni okkar í Edinborg og mömmu hennar.

Á föstudeginum skelltum við okkur í miðbæinn þar sem búið var að opna jólamarkaðinn, skemmtilegt að kíkja á stemninguna þar.  Einnig fórum við í góða ferð í IKEA þar sem barnarúm og kommóða var keypt fyrir dömuna sem von er á í janúar.  Um kvöldið keyrðum við heim til Lancaster.  Þreytt og sæl eftir góða ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Inga kveðjur frá starfsmannahaldi OR

Sigrún Heiðarsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband