Þórir Snær og ensk barnalög

Uppáhalds lag Þóris Snæs þessa dagana er lag sem við mæðgin lærðum á "krakkamorgnum" (sem eru reyndar bæði fyrir og eftir hádegi).  Lagið er að sjálfsögðu á ensku en Þórir töffari er farinn að syngja með á fullu:

Zoom zoom zoom, we're going to the moon

Zoom zoom zoom, we'll be there very soon

Five, four, three, two, one (segir þetta hátt og skýrt og notar fingurna til að telja niður)

ZOOM (og þá er krökkunum lyft upp í loftið eins og eldflaug á leið til tunglsins)

 Svo virðist sem þau orð sem stúfurinn er að byrja nota séu að stórum hluta á ensku, greinilegt að við hjónin og það sem við höfum að segja er ekki mjög spennandi.  En við erum ekki áhyggjufull yfir þessu, þ.e. að enskan komi á undan.  Þegar 2ja ára stúfur er að læra tvö tungumál þá er eðlilegt að talkunnáttan komi ekki jafnt fram með bæði tungumál.  Þórir Snær skilur samt sem áður allt sem við segjum við hann (sem er á íslensku) svo nú er bara að gefa honum tíma til þess að vinna úr öllu saman Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo verður spenandi að sjá hvernig frændi hans plumar sig með 3 tungumál öll af mismunandi rótum. Spurning hvort verður að koma upp með eitthverja "stratregíu" þannig hann verði ekki eins og umsnúningur og búi til sitt eigið tungumál. Hann fær allavega þvermóðskuna úr báðum áttum og fæðist að öllum líkindum undir steingeitar merkinu.... byrjar vel!

Rosa Rut (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband