Latibær!!!!
2.10.2009 | 16:49
Já svei mér þá ef það er ekki réttnefni fyrir heimilislífið hér á 52 Rutland Avenue í dag. Þetta gildir þó aðallega um okkur Þóri Snæ þar sem Siggi fór í skólann í morgun of hélt stuttan fyrirlestur um efni að eigin vali. Það verkefni var sett fyrir með það fyrir augum að kanna hæfni nemenda til þess að vera með kynningu. Mjög sniðugt og eitthvað sem ég hefði vilja sjá í mínu námi í Edinborg.
Íbúar "Latabæjar" mæðginin Inga og Þórir tóku því rólega í morgun, röltu þó út á pósthús og í búð. Við vorum komin heim fyrir hádegi og höfum verið í kósý-gír síðan þá. Horfðum á barnaefni og héldum popp og djús veislu, Þóri Snæ fannst stórmerkilegt að sjá maísinn poppast (erum með glerlok á pottunum) og fannst á tíma alveg nóg um lætinn í pottinum. Afraksturinn sló í gegn hjá okkur báðum Ég ákvað að gleða skólastrákinn líka og bakaði hjónabandssælu með heimagerðri rabbarbarasultu, þar með var búið að gleðja alla íbúa í kotinu.
Mikið er lífið gott!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.