Krakkamorgun í hverfinu
30.9.2009 | 12:32
Við Þórir Snær skelltum okkur á krakkamorgun (toddler morgning) hér í hverfinu í morgun. Þarna voru um 20 til 30 börn í bland við mömmur og ömmur. Þórir Snær skemmti sér svakalega vel og naut þess að hlaupa um og leika sér með "nýtt" dót. Ég notaði tækifærið og spjallaði við aðrar mömmur og var svo heppin að hitta eina sem býr hér í sömu götu og við. Þau fjölskyldan eru nýflutt til Lancaster, pabbinn kennir við Lancaster háskóla og mamman er heim með börnin tvö sem eru 3ja ára og 10 mánaða. Við skiptumst á númerum og ætlum að vera í sambandi, vonandi að fara eitthvað út að ganga, með krakkana á leikvöll eða bara heimavið að leika og spjalla.
Alltaf gaman að kynnast nýju fólki og ekki verra þegar það býr við sömu götu og við.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.