20 vikna sónar í gær

Þá var komið að því að kíkja á krílið í bumbunni, athuga hvort allt væri eins og lagt var upp með einnig sem við hjónin vorum búin að ákveða að sjá hvort um strák eða stelpu væri að ræða.  Veðrið var gott of við förum gangandi með Þóri Snæ í kerrunni...vonum innilega að hann sofni og sofi meðan á sónarnum stendur.  Það gekk eftir að hluta.  Þórir sofnar og við förum á sjúkrahúsið þar sem skoðunin fer fram.  Við förum inn í skoðunarherbergi og ég skelli mér á bekkinn.  Sú sem skoðar er einstaklega ljúf of viðkunnaleg.  Sónarinn hefst og gengur vel, allt er eins og það á að vera. Þetta er nákvæm skoðun og margt sem er athugað.  Þegar kemur að því að skoða hryggsúluna þá er krílið ekkert á því að "hlýða" og liggur sem fastast á bakinu.  Þurfti hinsvegar að liggja á grúfu, þ.e. með bakkið í átt að kviðveggnum hjá mér.  Sónarkonan soyr hvort við séum í tímaþröng eða hvort möguleiki sé á því að við kæmum aftur eftir 30 mínútur.  Ekkert mál.

Næstu 30 mínúturnar erum við á göngu, Þórir vaknar og fáum okkur aðeins í svanginn, ég reyni að vera á hreyfingu eins mikið og ég get til að fá barnið til að snúa sér.  Aftur erum við kölluð inn í skoðunarherbergið og aftur liggur krílið sem fastast á bakinu.  Þórir finnst þetta verulega fúlt og kvartar hástöfum.  En það er greinilegt að við eigum von á öðru ákveðnu barni eða þrjósku allt eftir því hvað fólk kýs að kalla það.  Siggi segist alveg vita hvaðan sú þrjóska komi og horfir kankvís á mig þar sem ég ligg á bekknum.  Jú jú ég neita því ekki ég er ósköp þrjósk þegar þannig stendur á, bæði kostur og galli.  Allavega ekki tókst að skoða hrygginn svo aftur spyr sónarkonan hvort við getum komið aftur eftir 15 mínútur og gera þriðju tilraun í að skoða hrygginn.  Jú jú ekkert mál, við förum fram á biðstofuna þar sem feðgarnir lita og lesa bækur en ég læt öllum illum látum.  Hoppa, sveifla mér til hliðanna, hristi bumbuna og að lokum kem ég mér fyrir á fjórum fótum og blaða í tímaritum.

Í þriðja sinn er ég kölluð inn í skoðunarherbergið.  Og það tókst eftir allan hamaganginn á biðstofunni þá var krílið búið að skipta um stellingu og hryggurinn sást vel og allt í fína með hann eins og allt hitt sem skoðað var.

Nú vitum líka að við að við eigum von á stelpu í ca. 22. janúar næstkomandi.  (Allavega er það 90-95% öruggt að um stelpu sé að ræða).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband