18. júní - flutt frá Edinborg til Lancaster
29.7.2009 | 21:03
Dagurinn þegar við fluttum frá Edinborg til Lancaster var runninn upp. Íbúðin okkar að 7/7 West Powburn var hrein og fín eftir nákvæm þrif okkar hjóna og búið að pakka öllum okkar eigum. Við viljum þakka almættinu fyrir að halda þurru á meðan við pökkuðum í bílinn og á kerruna sem við leigðum í Edinborg. Já einmitt KERRUNA, við sem fórum út með allt í bílnum okkar í lok ágúst þurftum að leigja kerru til að komast á milli með allt okkar dót. Anna nágranni var svo indisleg að hjálpa okkur að bera dótið niður og passa Þóri Snæ á meðan við kláruðum að pakka. Takk Anna!! Þá var lagt af stað til Englands frá Skotlandi þar sem svo gott er að búa og Edinborg sem er indisleg borg þar sem við áttum 10 frábæra mánuði. Við munum alltaf hugsa vel til Edinborgar, Skotlands og Skota. Leiðin lá eftir sveitavegi frá Edinborg út á hraðbrautina sem liggur niður eftir austur Englandi. Á gatnamótum 34 beygðum við útaf og vorum mætt til Lancaster. Lancaster sem á eftir að vera heimabær/borg okkar næstu 15 mánuðina. Við keyrðum beint heim að 52 Rutland Avenue þangað sem Suzanne frá leigumiðluninni kom til að ganga frá leigusamningnum. Þegar því var lokið bárum við (Siggi) dótið inn úr bíl og kerru við vorum flutt inn. Við erum ókaplega ánægð með tveggjahæða parhúsið okkar með bílskúr og garði... en það voru kóngulærnar greinilega líka. Einnig sem eigandinn virðist hafa yfirgefið húsið án þess að þrífa það vel. Föstudagur og laugardagur eru því búnir að fara í að þrífa húsið hátt og lágt, slá lóðina og koma okkur fyrir. Það tókst og nú er það hið ljúfa líf sem bíður okkar. Við erum reyndar á leið til Íslands næsta föstudag, fljúgum frá Manchester að kvöldi 26. júní og verðum á Íslandi til 6. júlí. Þá förum við aftur heim til Lancaster og tökum mömmu og pabba (Unu og Þóri) með okkur. Við hlökkum til að kanna og kynnast Lancaster og nágrenni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.