Miklabrautin auglýst á Mbl.is
6.6.2009 | 02:36
Á meðan við búum erlendis leigjum við íbúðina okkar að Miklubraut 70 út og höfum verið einstaklega heppni með Kristin og Helen sem leigja íbúðina í vetur. Við vorum hins vegar óheppin þar sem við þurftum að segja upp leyfi sem þau höfðu til hundahalds í íbúðinni vegna þess að konan á efri hæðinni komst að því að hún er með ofnæmi fyrir hundum. Krakkarnir ætla að fylgja hundinum og því þurfum við að finna okkur nýja leigjendur fyrir 15. ágúst en þá rennur út leigusamningurinn við Kristin og Helen.
Auglýsinguna má finna á leigumiðlunarvef Mbl.is og viljum við biðja alla um að dreifa henni sem allra mest.
Við settum hana inn fyrir viku og höfum fengið töluverð viðbrögð á hana. Sumum finnst leigan of há á meðan öðrum finnst það í lagi. Við höfum bent fólki á að það sé að fá húsgögn og til dæmis dót í eldhúsið með íbúðinni að andvirði margra mánaða leigu. Leigjandinn er hann er t.d. að byrja að búa, þarf því ekki að kaupa sér þetta sjálfur allt í einu. Í gær á ein að hafa skoðað íbúðina. Við heyrum vonandi frá henni og besta mögulega niðurstaða væri sú að ganga frá þessu öllu saman á meðan við verðum á Íslandi í byrjun júlí.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er það, er ekkert bloggað úr Lancasterhreppi?? ;)
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.