Í saltan sjó
26.5.2009 | 11:58
Skelltum okkur á ströndina í gćr. Komum viđ á McDonalds og fórum međ matinn á Portobelloströndina til ađ gćđa okkur á krćsingunum međ almennilegu útsýni. Veđriđ var fínt, sól og hlýtt ţannig ađ viđ trítluđum svolítiđ á tásunum í flćđarmálinu, lékum okkur međ skóflu og fötu og Ţórir Snćr elti hunda sem voru ţarna út um alla strönd.
Fyrst var Ţórir Snćr frekar óöruggur gagnvart ţví ađ vađa út í sjóinn, líklega fyrst og fremst vegna kulda. Fljótlega fannst honum ţetta ţó spennandi og náđi spennan hámarki ţegar hann tók á rás út í sjó. Hann var ţó ekki kominn nema rétt um hnédýpt ţegar hann steyptist á kaf í sjóinn. Viđ vorum ađ sjálfsögđu međ honum, kipptum honum upp og klćddum hann úr fötunum og fjarlćgđum sjóblauta bleiuna. Ţóri fannst ţessi bleyta skrítin á fötunum og brá hálfpartinn. Var auđsjáanlega ekki búinn ađ gera sér grein fyrir ţví ađ sjórinn var blautur. Ţađ kemur líklega međ nokkrum svona byltum.
Hann ţornađi ţó fljótt í fanginu á pabba sínum í sólinni og var fljótlega farinn ađ hlaupa um á nýrri bleiu. Ţórir hefur ţví kannski ekki mýgiđ í saltan sjó en hann hefur hins vegar dottiđ í hann og lyktađi af sjávarseltu fram eftir degi ţegar viđ komum loks heim og hann fór í bađ. Er nokkuđ íslenskara en ađ lykta af sjávarseltu?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.