Lancaster

Ég var að enda við að senda inn umsókn um mastersnám í Lancaster í Norður-Englandi.  Ég veit nú ekki hvað Skotunum mínum finnst um það að ég sé að svíkja lit og flytja til ENGLANDS af öllum stöðum.  Sjáum til hvernig þetta fer.  Um er að ræða ITMOC masterinn í upplýsingatækni og breytingastjórnun sem ég minnist á í færslunni hér að neðan.  Mjög spennandi nám.

Smelltu hérna til að finna Lancaster á korti.

Annars erum við Þórir bara hérna heima í rólegheitum í augnablikinu en Inga er í skólanum.  Nú ætlum við að fá okkur smá hádegismat og síðan skellum við okkur út þar sem Þórir sefur í tvo tíma í kerrunni og ég rölti um óravíddir Edinborgar á meðan.  Úti hefur komið eitthvað bakslag í vorið.  Hitastigið er um 7 gráður, svolítill vindur og von á skúrum þegar líða tekur á daginn.  Búist er við svona veðri út vikuna.  Dagskipunin er semsagt: "Aftur í vetrarfötin!".

Inga er í skólanum en er búin í dag um tvöleytið.  Þá annað hvort slæst hún í hópinn með okkur í úti eða fer heim og heldur áfram með verkefnin.  Hún er að standa sig þvílíkt vel og klárar í dag verkefni sem hún þarf strangt til tekið ekki að skila fyrr en á föstudaginn.  Það eru hins vegar fleiri verkefni í farvatninu sem hún vill klára eins mikið af og hún getur áður en við komum til Íslands svo hún þurfi ekki að vera alla daga inni að læra á Fróni.

Í kvöld er svo kóræfing hjá kórnum mínum, Kevock kórnum, sem æfir nú stíft fyrir vortónleikana í Queens Hall 10. maí.  Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg og má þar helst nefna The Armed Man sem er verk eftir Karl Jenkins, syrpu úr Evitu eftir Andrew Lloyd Webber, nokkur skosk þjóðlög og loks gamaldags djass/swing tónlist að hætti Fats Domino og má þar nefna Ain't Misbehaven, Continental og fleiri lög.  Það verður verulega gaman.  Ég hlakka mikið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að þessi umsókn verði svarað  jákvætt og að þið verðið nær Íslandi ég er ekki spennt fyrir Ameríku en það er víst ekki mitt að ákveða það. Kveðja úr snjónum á Akureyri. Una

Una Sigurliðadóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband