Vorið er komið...
20.3.2009 | 22:26
... og jafnvel pínulítið eins og íslenskt sumar í dag og í gær. Æðislegt veður og frábært að vera úti.
Siggi og Þórir Snær voru úti í 8 tíma í gær og voru báðir ósköp þreyttir um kvöldmatarleytið. Ég (Inga) er að reyna að vinna á fullu í áfanga lokaverkefnum þessa dagana, en óskaplega er það erfitt þegar veðrið er svona gott. Það verður samt að hafa það því ég á að skila einu verkefni 27. mars, öðru 3. apríl og þriðja 15. apríl en þá verð ég á Íslandi svo ég mun skila því verkefni líka þann 3. apríl. Þetta hefst allt og ég þakka fyrir að hafa unnið jafnt og þétt í vetur og vera skipulögð í vinnubrögðum
Veðurspáin fyrir morgundaginn (21.mars) er mjög góð og stefnan því tekin á Portabello-ströndina hér í Edinborg. Ef fer eins og ætlað er mun þetta verða Íslendingaferð á ströndina, ég ætla því að vera dugleg að vinna í verkefninu í kvöld, fyrramálið og annaðkvöld því þá get ég farið með
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.