Dregið úr drykkju - Barnaland - skólinn hennar Ingu
13.3.2009 | 01:38
Var að setja nýjar myndir inn á Barnaland. Myndirnar frá 13. febrúar til dagsins í dag eru nýjar.
Annars er allt fínt að frétta af okkur hér í Edinborginni. Það hefur komið smá bakslag í vorið undanfarna daga. Þótt hitastigið haldi sig að mestu ennþá milli 8 og 10 gráður á daginn hefur veðrið að öðru leyti verið misjafnt undanfarið þótt góðir dagar hafi komið inn á milli.
Þórir hefur verið að drekka 4-5 pela af mjólk á nóttu. Okkar tilfinning var að hann væri eiginlega ekkert svona þyrstur heldur væri þetta bara einhver sogþörf, yfirleitt 4-5 sinnum á nóttu. Pelarnir hans eru 150 ml. og hann var því að drekka allt upp í 750 ml. á nóttu. Við ákváðum því fyrir helgi að minnka innihaldið niður í 100 ml. Nú höfum við minnkað það aftur niður í 50 ml. og enn er hann að drekka jafn oft og áður, þ.e. 4-5 sinnum á nóttu. Hann drekkur hins vegar um 200 ml. í stað 750 ml áður og í kvöld gáfum við honum ekki pela þegar hann fór að sofa. Það virðist ekki skipta hann neinu máli svo lengi sem hann fær smá smakk á þessum tímum. Það verður athyglisvert að sjá hvort þetta fjarar ekki bara út í rólegheitum. Prófum að skipta restinni yfir í vatn einhvern tímann á næstu dögum.
Nú er önnin hennar Ingu að klárast og á næstu tveimur vikum verða síðustu fyrirlestrarnir í hverju fagi. Við tekur verkefnavinna en öllum fögunum líkur með stóru verkefni. Hún verður því í stanslausri verkefnavinnu þangað til við förum til Íslands á pálmasunnudag 5. apríl. Hún mun líka vinna í verkefnum á meðan við verðum á Íslandi og eftir að við komum út. Síðan tekur ritgerðin við í allt sumar annað hvort hérna eða á Íslandi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.