Minjagripur frá Edinborg - A Walk in the Gardens
23.2.2009 | 22:55
Við höfum að undanförnu verið að líta í kringum okkar eftir minjagrip eftir dvöl okkar í Edinborg. Eigum reglulega leið fram hjá galleríi á leiðinni heim úr miðbænum og þar greip augu okkar málverk sem höfðaði sérstaklega til okkar. Eftir að hafa gengið fram hjá henni líklega 10 sinnum með glampa í augunum fórum við inn og gengum að lokum heim með gripinn.
Málverkið er af borgarmyndinni í Edinborg sem er einstök og á heimsminjaskrá UNESCO. Horft er frá Princes Street í áttina að Edinborgarkastala og Royal Mile yfir Princes Gardens. Við höfum í vetur eitt ófáum gönguferðunum á þessu svæði og myndin er lífleg og falleg. Við erum mjög ánægð með minjagripinn okkar.
Við keyptum hana óinnrammaða enda fer hún betur þannig á því flakki sem við verðum næstu mánuði og ár. Ætli hún endi ekki inni í geymslu á Miklubrautinni eða með brúðkaupsgöfunum á háaloftinu í Ásabyggðinni. Þar bíða allar gersemarnar þess að við flytjum aftur á Frónið og eigum þar fastan viðverustað aftur.
Gripinn má skoða hér á heimasíðu gallerísins þar sem við keyptum hana. Hægt er að smella á hana til að skoða stærri mynd.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Virkilega flott mynd og sterkir og fínir litir í henni. Skil vel að þið hafið freistast til að kaupa hana =)
Ingveldur (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 08:37
Sammála Ingveldi og er viss um að þið hefðuð séð eftir því ef þið hefðuð ekki keypt hana. Hlakka til að sjá hana í ramma einn góðann veðurdaginn á varanlegum vegg :)
Rósa Rut (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.