Lífið og tilveran
8.2.2009 | 23:58
Já ætli það sé ekki komin tími til að blogga. Það er til lítils að vera með heimavinnandi eiginmann ef hann getur ekki bloggað annað slagið... hvað ætli líði langur tími þar til hann rekur augun í þetta :-)
En síðan á bóndadaginn þá hefur svosem ýmislegt gerst. Nú Siggi skilaði sér heim frá Sviss, sem var ánægjulegt. Ég er búin að fá allar einkunnir fyrir haustönnina og náði öllu sem er alltaf mjög gleðilegt. Ég reyndar bjóst alveg við að ná öllu en það getur allt gerst. Í framhaldi af þessu þá er ég byrjuð í þremur nýjum fögum sem eru mjög spennandi jafnframt sem ég er ánægðari með kennsluaðferðirnar núna. Mínir dagar eru því þannig að ég vakna, fer í ræktina eða er heima með feðgunum fram að skóla, kem heim seinnipartinn, elda og læri fyrir næsta dag. Sú "regla" hefur komið upp að ég er með Þóri Snæ á föstudögum og þá er Siggi að vinna í tölvunni. Frábært fyrir mig að fá þennan tíma til að snúllast með stráknum mínum
Annars er gaman að segja frá því að það var "spurt eftir" Sigga tvisvar í síðustu viku. Í fyrra skiptið var það maður sem býr á hæðinni hér fyrir neðan sem spurði Sigga hvort hann væri til í að kíkja á pub við tækifæri (mér skilst að þeir ætli á miðvikudagskvöldið) og í seinna skiptið voru það íslensku strákarnir sem voru á leið á pub og í bíó. Svo það er aldeilis að eiginmaðurinn er vinsæll allavega vinsælli en ég, það er ekki spurt eftir mér og ég held að skólafélögunum finnist ég bara vera "mamma" sem fer ekki út að tjútta í tíma og ótíma. En ég er þá líka bara hérna heima í rólegheitum og er alveg að fíla það (úff hvað maður er eitthvað miðaldra ).
Stóru fréttirnar eru þær að við fjölskyldan erum búin að kaupa okkur flugmiða til Íslands um páskana. Bæði til að hitta allt fólkið okkar og til að mæta við skírn litlu frænku Ásu og Rúnarsdóttur. Við komum til landsins rétt fyrir miðnætti þann 5. apríl og förum út aftur snemma morguns 17. apríl, verðum þá helgi í London að spóka okkur og tökum lest til Edinborgar á sunnudeginum 19. apríl.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er auðvitað aldrei neitt að gera hjá þessu skólafólki, annað en hjá okkur þessum heimavinnandi!
Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.2.2009 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.