Bóndadagurinn og helgin
25.1.2009 | 12:16
Þar sem Siggi fór á kvenn-skáta-fund í Sviss síðastliðinn fimmtudag erum við Þórir Snær búin að vera tvö í kotinu og hafa það notalegt saman.
Á fimmtudaginn fórum við mæðgin í bæinn í þeim erindagjörðum að finna eitthvað fallegt fyrir litlu frænku okkar sem fæddist þá um morguninn. Að sjálfsögðu tókst það enda snillingar saman á ferð einnig til að dekra svolítið við okkur sjálf þá fórum í "lunch" á stað niðri í bæ og fengum okkur smá gott í gogginn. Um kvöldið komst Þórir Snær að því að hann getur klifrað upp úr rúminu sínu... já hann er svo duglegur... allaveg það varð til þess að á háttatíma varð Frú Inga að endurskipuleggja og raða í svefnherberginu til að forða syninum frá ljótri byltu. Ég held að það hafi tekist, allavega engin slys orðið enn.
Föstudagurinn/Bóndadagurinn var kaldur með rigningaskúrum, því ákvað Frú Inga að fara í góðan bíltúr um borgina og Þórir svaf vært í aftursætinu á meðan. Um kvöldið eldaði ég góðan mat fyrir okkur. Restin af deginum fór í að knúsast, leika sér og lesa bækurnar hans Þórirs Snæs.
Laugardagurinn var bjartur en ögn kaldur. Við, Anna og Hildur nágrannar okkar vorum hinsvegar búin að ákveða að skella okkur í bíltúr útfyrir borgina. Við keyrðum í kringum fjarðarbotninn hér innan við Edinborg. Renndum í gegnum lítil þorp og sáum staði sem gaman væri að skoða þegar vorar og hlýnar. Við komumst til dæmis að því hvaðan Harry Potter lestin fer í ferðir og á þeim sama stað er hægt að fara í ferð með "Thomas & Friends," það er lítil blá eimreið og Þórir Snær á einmitt svoleiðis lest sem hann spyrnir sér áfram á. Við komum líka við í óskaplega krúttlegu Þorpi sem heitir Cullross. Um kvöldið komu Anna og Hildur yfir yil okkar í spjall og að skála með mér fyrir 6 mánaða brúðkaupsafmælinu okkar Sigga. Þess má einnig geta að Þórir Snær varð 18 mánaða. Stóri strákurinn minn . Fyrir svefninn vann ég smá verkefni fyrir skólann, gott að finna tíma til að klára það.
Sunnudagurinn virðist ætla að vera rólegur. Við vöknuðum um 8:30 en fórum ekki á fætur fyrr en um 9:00, lágum uppí rúmi og lásum Bóbó bangsi í sveitinni og aðrar góðar bækur. Ég er svo búin að vera þrífa og þvo og Þórir Snær að leika sér og horfa á Stubbana . Eftir hádegissnarl var farið út í gönguferð og dagurinn leið í rólegheitunum.Eftir því sem við best vitum kemur Siggi heim seint í kvöld.
Á morgun hefst ný og spennandi vika
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.