Nú er eitthvað að gerast...

Þórir Snær hefur alltaf haft góða matarlyst.  Borðar fjölbreyttan mat og er alls enginn gikkur.  Þetta vitum við foreldrarnir og höfum vitað frá því barnið fór að borða fasta fæði, jú og svo sem lengur.  Því hann kom svangur í heiminn og drakk á ca. 2 tíma fresti allan sólarhringinn fyrstu 6 vikurnar.

Nú er eitthvað að gerast því drengurinn borðar á við fullorðna manneskju oft á tíðum Smile. Í kvöldmatinn í kvöld vorum við með soðna ýsu, soðnar kartöflur og smjör.  Matur sem okkur finnst öllum mjög góður. Nema hvað Þórir Snær hélt áfram að borða þar til allt var búið, foreldrarnir báðir orðnir saddir en hann átti nóg eftir því í eftirmat reif hann í sig epli Smile.  Hann er greinilega að taka vaxtarkipp því okkur finnst við geta horft á hann lengjast.

Í framhaldi af því hve mikið Þórir Snær borðaði þá hugsuðum við okkur gott til glóðarinnar og bjuggumst við að Þórir myndi lognast útaf vegna seddu.  Aldeilis ekki.  Nú er hann í góðum gír að hjálpa pabba sínum að taka niður jólaskrautið.  Eftir matinn er hann líka búin að syngja heilmikið og halda ræður.

Vonandi sofnar hann nú samt áður en langt um líður.

Til gamans má geta að Þórir Snær er nú 13 kg og 480gr og er 86cm langur. Síðast þegar hann var mældur, þann 15. júlí 2008, þá var hann 11 kg og 960gr og 79 cm langur.  Annars er hægt að sjá allar tölur yfir lengd og þyngd sonarins inn á barnalandssíðunni hans, undir linknum "Dagbókin mín" sem er á forsðíðunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sakna ykkar

Rósa Rut (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:40

2 identicon

Gleðilegt árið og takk fyrir gömlu :)
Já Þórir Snær er greinilega líkur pabba sínum í fleiru en bara útlitinu, man bara í öllum skátaferðunum okkar Sigga þá sat hann nú oft einn eftir að borða þegar allir voru löngu búnir.
Knús knús
Thelma

Thelma Björk (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Siggi & Inga

Já Thelma nákvæmlega!  Ég hef svo oft gengið fram af mömmu og pabba í áti og þess vegna er það ennþá fyndnara núna þegar Þórir Snær er farinn að gera það sama við mig. ;)

Siggi & Inga, 20.1.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband