Tíminn milli jóla og nýárs á West Powburn
28.12.2008 | 23:39
Já það er rólegt hjá okkur fjölskyldunni nú á milli jóla og nýárs. En þannig á það að vera er það ekki? Siggi er á fullu að undirbúa umsóknir vegna mastersnáms í Bandaríkjunum. Hann stefnir á að senda umsóknir á 2 háskóla, annan í Alabama og hinn í Ohio. Það lýtur því út fyrir að fjölskyldan sé á leið vestur um haf í byrjun næsta hausts.
Við Þórir Snær erum því saman á daginn, sem er góð tilbreyting fyrir mig. Skólinn byrjar hjá mér 12.janúar næstkomandi en þann dag á ég líka að skila inn einu lokaverkefni og svo öðru minna verkefni 16. janúar.
Veðrið hefur líka leikið við okkur, kalt og stillt. Alveg frábært til gönguferða sem er fínt þar sem við reynum að fara út að ganga með Þóri alla daga. Í gær gengum við niður í bæ, fórum í kastalann og nutum útsýnisins yfir borgina. Að því loknu fundum við okkur veitingastað (pub/bistro) og fengum okkur að borða. Ósköp ljúft þó svo mér finnist mjög gaman að elda þá er stundum gott að fá einhver til að gera það fyrir sig og ganga frá
Á þriðjudaginn stefnum við á gönguferð um vesturhluta Pentlandshæðanna (sem eru hér suður af borginni) með Judy og Goff, leigusölunum okkar. Þau eru með ákveðna gönguleið í huga sem er umhverfis uppistöðulón, hljómar spennandi og alltaf gaman að kynnast nýjum gönguleiðum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.