Þórir Snær slappur

Þórir Snær hefur ekki haft það sem allra best í gær og í dag.  Byrjaði á því að æla í fyrrinótt og var með 38,5 stiga hita.  Hann var síðan allur frekar ómögulegur í allan gærdag, svaf mikið, borðaði lítið, hélt litlu niðri og þegar hann var ekki sofandi vildi hann vera í fanginu á okkur.  Hann hóstaði líka illa og okkur stóð ekki á sama hvað það snerti.

Pöntuðum tíma hjá lækni í gær þar sem okkur fannst hóstinn koma neðan úr lungum.  Hittum í morgun doktor Martin, unga konu um þrítugt á Conan Doyle heilsugæslustöðinni sem hlustaði Þóri og komst að því að ótti okkar var ástæðulaus.  Við greiddum ekkert fyrir læknisskoðunina.  Þar standa Bretar Íslendingum framar.  Doktor Martin benti okkur á Parasetamól í vökvaformi til að vinna gegn hitanum.  Hérna notað þeir ekki stíla heldur gefa þetta í vökvaformi.

Þegar leið á daginn varð hann betri og betri, borðaði meira og meira og var bara orðinn nokkuð góður í kvöld.  Hefur sofið frekar órólega í kvöld og erum við því að spá í að gefa honum stíl svo hann fái góða hvíld í nótt.  Þá verður þetta vonandi að baki að mestu leyti.

Þess má geta að Conan Doyle heilsugæslustöðin heitir eftir Arthur Conan Doyle sem samdi á sínum tíma bækurnar um Sherlock Holmes.  Arthur þessi var héðan úr Edinborg eins og fleiri góðir rithöfundar.  Sú frægasta þeirra um þessar mundir er J.K. Rowling höfundur Harry Potter.  Hún er sögð hafa skrifað a.m.k. fyrstu bókina á kaffihúsi niðri í bæ.  Í nágrenni þess kaffihúss er kirkjugarður þar sem margir skúrkar eru jarðaðir og má þar finna mörg nöfn úr Harry Potter bókunum á legsteinum.  Þaðan sést yfir til stórs einkaskóla sem var einmitt fyrirmyndin að Hogwarts.  Einnig skilst okkur að J.K. Rowling hafi um tíma búið hér við West Powburn í blokkinni okkar en í öðrum stigagangi.  Gaman að því Smile

Annað er það að frétta að Inga er á fullu í ritgerðarskrifum og á að skila á föstudaginn kemur.  Þá hefst hún handa við annað verkefni sem á að skilast tíu dögum seinna.  Í námi sínu leggur Inga helst áherslu á það hvernig hún getur komið á virkri starfsþróun og símenntun (organisational learning) í íslenska skólakerfinu með sérstaka áherslu á framhaldsskóla, þ.m.t. Flensborg þar sem hún þekkir best til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að Þóri líði betur og gott hvað mamma hans er dugleg í skólanum Hvernig væri að Siggi myndi nú bara skella saman skáldsögu, kannski um skáta sem notar ofurmátt sinn til að leysa dularfull mál, bara hugmynd.

Hekla (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 01:28

2 identicon

hehe ekki vitlaus hugmynd hjá Heklu.

Bið að heilsa öllum veikum og frískum og vona að ykkur gangi vel

Rosa Rut (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 19:45

3 identicon

Komiði sæl elsku litla fjölskylda.

Ég er farin að bíða eftir nýjum fréttum á blogginu  og myndum af prinsinum. Kveðja mamma, á Akureyri

Una Sigurliðadóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband