Fyrsti sunnudagur í aðventu

Renndum niður í bæ í dag á fyrsta sunnudag í aðventu.  Fyrir helgi var opnað jólaþorp mikið í miðbæ Edinborgar.  Um er að ræða stórt 300 manna skautasvell, þýskan jólamarkað, risastórt parísarhjól, hringekjur og margt fleira.  Jólamarkaðurinn er mjög skemmtilegur og fengum við okkur dýrindis súkkulaði og púns að hætti Þjóðverja. 

Núna um helgina var líka haldið upp á St. Andrews day sem er nokkurs konar þjóðhátíðardagur Skota.  Það var fullt af fólki í bænum og mjög líflegt og skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband