Langur útidagur í gær
4.11.2008 | 13:56
Áttum langan og góðan útidag í gær. Fórum fyrst á krakkamorgun í safnaðarheimili hérna nálægt. Þar hefur hópur foreldra í samstarfi við kirkjuna safnað saman leikföngum héðan og þaðan og bjóða foreldrum með börn að koma og leika sér tvo morgna í viku í sal safnaðarheimilisins. Frábært framtak og maður borgar 80 pence (ca. 150 krónur) fyrir skiptið sem fer í að kaupa kaffi og kex til að maula.
Þórir Snær blómstraði þarna og fannst okkur foreldrunum nóg um hvað hann þurfti lítið á okkur að halda. Einhvern veginn held ég að það verði ekki vandamál að skilja hann eftir á leikskóla í framtíðinni.
Gengum þaðan niður í bæ með viðkomu í skólanum hennar Ingu þar sem hún sótti ritgerð hún skrifaði um daginn. Þetta er prufuritgerð sem kennararnir nota til að samræma ritgerðarstíl nemenda að kröfum skólans. Í skólann kemur fólk alls staðar að úr heiminum með mjög misjafnar hefðir í tengslum við ritgerðarsmíðir og fá nemendurnir þarna leiðbeiningar um hvað má betur fara.
Gengum áfram niður í bæ, Princes Gardens og í gegnum brautarstöðina og fengum okkur að borða áður en Inga fór aftur í skólann. Við Þórir skunduðum þá á leikvöllinn í Meadows garðinum sem er mjög flottur aldursskiptur leikvöllur sem er mikið sóttur. Þar fengum við okkur að borða af nestinu okkar, festum kerruna við bekk með hjólalás sem við erum búnir að kaupa okkur og lékum okkur þarna í um tvo klukkutíma, eða þangað til Inga var búin í skólanum og varð samferða okkur heim um fimmleytið eftir um sjö tíma túr - geri aðrir betur!
Kappinn var ekki lengi að sofna í gærkvöldi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Aldrei séð kerru festa með hjólallás. Frábær hugmynd
Rosa (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:53
Heil og sæl öll.
Kíki öðru hvoru hér til að spæja Gott að sjá að þið eruð öll í svona góðu standi. Hér er Skátakórinn farinn að æfa jólalögin og allt í góðum gír.
Kær kveðja
Stebbý
Stebbý (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.