Íslendingadagur í dýragarðinum
18.10.2008 | 23:41
Fórum um þarsíðustu helgi í Íslendingaferð í dýragarðinn. Frábær dagur þar sem hittist um 20 manns sem flest hafði aldrei hisst áður. Hópurinn small ótrúlega vel saman og átti frábæran og afslappaðan dag í sólinni í þessum glæsilega dýragarði. Þarna er heil nýlenda af mörgæsum, þarna eru ljón, apar, hlébarðar og ótalmargar fleiri tegundir. Þarna var til dæmis ísbjörn sem var í mat þegar við komum að. Á matseðlinum, sem var þríréttaður var kanínukjöt í forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Keyptum okkur árskort í dýragarðinn enda frábær staður fyrir helgarútiveruna.
Í dýragarðinn komu meðal annars Dagmar og Geir sem búa í Aberdeen með börnin sín þrjú. Dagmar var dagmömmubarn á Hólsveginum á sínum tíma, frá því hún var hálfs árs og þar til hún fór í grunnskóla. Þetta voru skemmtilegir endurfundir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.