Inga fer í skóla

Hétu ţćr ekki svoleiđis nöfnum bćkurnar sem ungar stúlkur lásu hér í denn.  Anna fer í flugvél og Magga í New York. Nú er ţađ Inga fer í skóla eđa Inga í Skotlandi.

Ég er svo heppin ađ mér finnst alveg ćđislega gaman í skólanum. Fögin sem ég er í eru áhugaverđ, fínir kennarar og samnemendurnir skemmtilegir.  Námiđ byggst fyrst og fremst á ţví ađ ég lesi og lesi og lesi og....   Tímarnir fara ţannig fram ađ í hverjum ţeirra er ákveđiđ viđfángsefni tekiđ fyrir. Kennarinn heldur smá fyrirlestur ţar sem hann leggur línurnar um efniđ og fer yfir ţađ helsta er varđar ţađ.  Yfirleitt vinnum viđ líka hópverkefni í hverjum tíma og kynnum niđurstöđur okkar.

Annars er ég ţessa dagana ađ taka ţátt í rannsóknarverkefni sem einn kennarinn minn er ađ vinna ađ.  Ég er, ásamt sjö öđrum nemendum, ađ spila tölvuleik.  Já ég er ekki ađ grínast, ég mun nćstu ţrjá mánudaga spila tölvuleik sem heitir "Second Life" og er á netinu.  Viđ fáum hinsvegar ekki ađ hafa alveg frjálsar hendur og spilum eftir handriti og undir algjörri nafnleynd. Rannsóknin felst í ţví ađ skođa hvernig fólk metur annan einstakling og vinnu hans án ţess ađ ţekkja neitt til hans.  Svolítiđ merkilegt ađ prófa ţetta, sérstaklega ţar sem ég hef ekki veriđ í neinum svona tölvuleikjum.

Ţađ er samt svo margt sem ég er ađ lćra og sjá hér í útlandinu.  Eitt sá ég samt um daginn (ţar sem ég beiđ eftir strćtó niđri í bć) sem ég átti alls ekki von á.  Framhjá mér gekk indíáni. Já alvöru indíáni í kögurskyrtu međ höfuđklút og skóm sem voru bundnir upp á legginn.  Og hann var međ alvöru indíána útlit.   Stórmerkilegt og skemmtilegt.  Ótrúlega varđ ég samt hissa.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband