Þórir Snær og ný orð

Hann Þórir Snær er að þroskast og læra svo margt eins og börn gera gjarnan á hans aldri.  Hann segir til dæmis "est" núna þegar lest er framhjá húsinu okkar.  Og iðulega hleypur hann út að stofuglugga þar sem hann sér út á lestarteinana.  Önnur orð sem hann segir eru: ost, mamma, út, öll (sbr. Guttavísur "þá er sagan öll") og síðast en ekki síst þá segir hann "afs" sem þýðir afsakið ef hann ropar, prumpar eða hnerrar.  En það sem enn merkilegar er að hann er mjög strangur við foreldrana ef þau gera eitthvað af fyrgreindu.  Þá er sko ekkert "elsku mamma".  Hann hættir ekki fyrr en við afsökum okkurSmile.  Einnig er það frekar fyndið ja eða merkilegt að eitt af fyrstu orðum lítils drengs frá Íslandi sé lest.  Ólíklegt að það hefði verið jafn framarlega og raun ber vitni ef við hefðum verið áfram á Miklubrautinni Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann greinilega áttar sig á því drengurinn að í UK er fólk mun öflugra í "afsakið" og "fyrirgefðu" heldur en á Íslandi.... hann er náttúrulega bara going native

Rósa Rut (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 07:25

2 identicon

Þetta er greinilega duglegur og kurteis drengur, gott að hann er strax farinn að ala ykkur upp. Hlakka til að fara að ræða við hann.

Kveðjur til ykkar amma á Akureyri

Una og Þórir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband