Krepputal...
13.10.2008 | 22:44
Já nú hefur margt breyst síðan við blogguðum síðast þó svo það hafi bara verið fyrr í þessum mánuði. Ég nenni hins vegar ekki að tala mikið um það enda veit ég að þið nennið ekki að lesa um það hér . Við fáum nóg af því í öllum fréttum daginn út og inn.
Af okkur ef allt ljómandi gott að frétta, ég (Inga) er á fullu í skólanum og reyna að skipuleggja lærdóm eftir því sem best ég get. Og já ég er sífellt að verða betri í því. Feðgarnir, Þórir og Siggi, eru alveg ótrúlega afslappaðir. Sofa út, leggja sig saman og hafa það eins huggulegt og þeir geta. Sem er frábært og bara akkúrat sem þeir eiga að vera gera.
En svo ég tali aðeins um "kreppuna" þá snertir hún okkur þannig að við höfum ekki getað millifært peninginn okkar frá Íslandi til Skotlands ennþá. Við hinsvegar getum notað íslensku kortin okkar ólíkt því sem við heyrum um námsmenn í Danmörku. Kannski er þetta bara það sem við þurftum til að koma okkur í námsmanna-eyðsluna og úr launaumslags-eyðslunni .
En lífið er gott og við alveg óskaplega hamingjusöm og vonum að þið séuð það öll líka.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.