Það haustar

Það haustar í Edinborg þessa dagana.  Hitastigið er komið niður í 10 gráður á daginn og fer jafnvel niður fyrir frostmark á næturna.  Þótt þetta hús sé vel einangrað með tvöföldu gleri (sem er frekar óalgengt hérna) og ekki í gömlum viktoríönskum stíl með 4 metra lofthæð í stofunni þá finnum við áberandi fyrir því að það er kaldara hérna innandyra á næturna en við erum vön.  Íbúðin er kynnt með gasi og til að spara það er tímarofi sem keyrir kyndinguna.  Hann er stilltur til að keyra frá kl. 7 til 9 á morgnanna, milli 5 og 7 á daginn og loks 9 og 11 á kvöldin.  Á öðrum tímum er ekki kynnt nema við kveikjum handvirkt.  Við getum breytt þessum tímum ef við viljum.  Það sakar ekki að fjölskyldan er ágætlega heitfeng.

Ein íslensku hjónin töluðu um að þau hefðu lægst greitt 292 pund fyrir þrjá mánuði af gasi og hæst hefði það farið í 700 pund.  Það þýðir, miðað við að pundið sé 200 krónur, 60-140 þúsund króna reikningur á þriggja mánaða fresti.  Þau eru reyndar með 4 metra lofthæð og einfalt gler þannig að við vonum bara það besta en það er ljóst að við erum ekki að tala um neina Orkuveitutaxta í þessari borg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband